Þetta liggur í loftinu nafni

Björgvin og Þórunn eru bara að tjá sig til samræmis við vilja þjóðarinnar, sem sér í lagi vantreystir sjálfstæðisflokki til að sitja degi lengur við völd. Ef ekki verður gefin út yfirlýsing á allra næstu dögum um að kosningar verði snemma næsta vor, er hætta á vaxandi átökum og grófari mótmælaaðgerðum almennings!
mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér, ég held að þessi stífni Geirs Haarde að vilja ekki skipta út Seðlabankastjórninni og toppum Fjármálaeftirlits valdi mestu óánægjunni meðal Samfylkingarmanna og einnig þjóðarinnar, því má segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé úr takt við meirihluta almennings sem og SF. Mér finnst ekkert að því að þingmenn og ráðherrar viðri skoðun sína, þeir eiga fyrst og fremst að fylgja sinni samvisku, það er það sem vantar hjá Geir og er að sprengja stjórnina.

Skarfurinn, 21.11.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband