12.11.2008 | 10:46
Draugagangur upphefst í Seðlabankanum
Guðni Þórðarson er stórt nafn í ferðaþjónustu á Íslandi, hann var frumkvöðull í að bjóða ferðir til sólarlanda. Fyrirtæki hans, Ferðaskrifstofan Sunna og Air Viking, voru öflug á sínu sviði á áttunda áratugnum, en voru á endanum þvinguð í þrot af yfirvöldum og samkeppnisaðilum. Í merkilegu viðtali við Guðna nefnir hann Flugleiði, Samvinnuhreyfinguna og Seðlabankann, sem lykilöfl í þeirri nýðingslegu herferð (sjá fyrirsögnina: Draugagangur upphefst í Seðlabankanum). Guðni veltir því fyrir sér hvort slíkt geti endurtekið sig, nú þegar samkeppni og frelsi í viðskiptum eiga að vera allsráðandi . "Því miður er ég þeirrar skoðunar að enn séu til öfl sem eru svo sterk að þau geti sett hvern sem ekki er þóknanlegur út af sakramenntinu
" segir Guðni í lok viðtalsins. Stórmerkileg viðtöl við 27 frumkvöðla í íslenskri ferðaþjónustu má sjá HÉR!
Meginflokkur: Ferðaþjónusta | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.