7.10.2008 | 10:50
Íslenska efnahagsundrið
"Hvað olli íslenska efnahagsundrinu? Festa í peningamálum og ríkisfjármálum, frelsi til viðskipta, myndun einkaeignarréttar á auðlindum, sala ríkisfyrirtækja og skattalækkanir. En ef til vill eru tvær aðrar spurningar nú forvitnilegri. Hvaðan komu íslensku víkingunum fé til að kaupa fyrirtæki sín hér og erlendis? Augljós skýring er auðvitað hinir öflugu lífeyrissjóðir. En önnur skýring ekki síðri er, að fjármagn, sem áður var óvirkt, af því að það var eigendalaust, óskrásett, óveðhæft og óframseljanlegt, varð skyndilega virkt og kvikt og óx í höndum nýrra eigenda." (Hannes Hólmsteinn, 21. september 2008; heimild: http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/317818/)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.