6.9.2008 | 11:28
Kirkjan lokkar til sín krakkana
Nú er kirkjan búin að fatta hvað höfðar til barna á Íslandi í dag og notar það í auglýsingu í öllum fréttablöðum dagsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd dugir nú ekkert minna en full kista af gulli; sannkallað gylliboð fyrir gráðuga gríslinga, sem væntanlega flykkjast í guðshúsin til að fá sinn fjársjóð! Og svo segir í auglýsingunni að barnastarf kirkjunnar sé fyrir alla, en samt er auglýsingin næstum bara í nafni sókna á höfuðborgarsvæðinu. Eiga ekki landsbyggðarbörnin líka að fá sitt gull?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.