Tækninni fleygir fram... og aftur!

Ungur drengur var með eldri frænda á ferð í bíl nýverið. Það var heitt í veðri og þegar sá stutti kom í bílinn voru rúður niðri til að lofta inn. Frændinn ók bílnum stuttu síðar inná stæði við verslun og drap þar á. Stráksi bað hann þá um að svissa aftur á bílinn; hann hefði gleymt að skrúfa upp rúðuna. Það þarf ekki að svissa á hann til þess, sagði frændinn "þú snýrð bara handfanginu þarna á hurðinni og skrúfar þannig upp." Sá ungi horfði vantrúaður á frændann, en sá svo að rúðan færðist uppávið þegar hann sneri varlega handfanginu. Sagði svo yfir sig hrifinn: "Djís, þetta er ótrúlegt... rosa er þetta orðið tæknilegt maður, ha?!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband