14.7.2008 | 21:33
Eitt sinn hjólfar...
Á göngu um Strútsstíg með Útivist í síðustu viku blöstu víða við skemmdir á jarðvegi, sem jeppakallar fyrri tíma ollu með akstri sínum. Sem betur fer hefur vitund um skaðsemi utanvegaaksturs aukist og stórlega dregið úr honum í seinni tíð. Mörg þeirra sára sem við blasa eru nokkurra tuga ára gömul, en þau hverfa aldrei. Á meðfylgjandi mynd má glögglega sjá hvernig eitt saklaust hjólfar eftir bíldekk hefur orðið að heljarinnar skurði í áranna rás. Sorglegt, ekki satt?
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
Athugasemdir
Sorglegt.....vonandi erum við að vakna
Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.