2.7.2008 | 19:46
Þriðji ísbjörninn dauður og grafinn?
Sú saga fer nú hljóðlega á milli manna, m.a. hjá blaðamönnum í gúrkutíðarham, að þriðji ísbjörninn hafi komið á land ekki alls fyrir löngu, en hafi verið skotinn allsnarlega og urðaður í kyrrþey með álíka hröðum handtökum. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Annars fannst mér gott hjá þjóðfræðingnum hjá Árnastofnun sem sagði, sem svar við þjóðtrúnni um að allt sé þegar þrennt er, að ef þriðji atburðurinn bættist nú við ísbirni og jarðskjálfta, og að í framhaldi af því yrði svartur maður forseti Bandaríkjanna, þá værum við komin með alveg nýja stærð í þessar þrennupælingar
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Athugasemdir
Já, þessi saga hefur flogið fyrir í Reykjavíkinni líka.
Berglind Steinsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:22
Alveg gæti ég trúað þessu.....viss um að Haddý sá ísbjörn
Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 00:42
Heyrði að þeir hafi nú reyndar verið tveir!
Vitið meira að jarða þá í kyrrþey.
Árni Gunnarsson, 4.7.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.