Rán um hábjartan dag

Harðfiskur er herramannsmatur. Sérstaklega finnst mér feitur steinbítur að vestan vera lostæti, en það er auðvitað smekksatriði. Harðfiskur sem er keyptur beint af verkanda fæst á um kr. 3.500,- kílóið. Já, það er ekki gefið hollustunammigottið það. Sé fiskurinn keyptur útúr búð er algengt verð frá 4.500,- uppí rúmar 6.000 kr. pr. kg. En það keyrir fyrst um þverbak þegar menn láta glepjast af því að kaupa hann í sjoppum og á bensínstöðvum í litlum pakningum; 100 gr, 50 gr, eða það sem rándýrast er: Í 25 gr pakkningum. Kunni menn að reikna komast þeir fljótt að því að í slíkum smápokum eru þeir að borga allt uppí 12.000,- krónur fyrir kílóið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband