Hauslausir fuglar

Margur fuglinn þykir góður til matar. Nú styttist í að við félagar förum hina árlegu ferð í Drangey á Skagafirði til að háfa lunda, sem okkur þykir hið mesta lostæti. Annað fiðurfé þykir líka gómsætt; t.d. hænsnfuglar. Áður en menn leggja sér fuglakjöt til munns er betra að aflífa skepnurnar, en það er ekki alltaf fögur sjón. Algengt var hér áður að hænur í sveitinni væru hálshöggnar á bæjarhlaðinu, að heimilisfólki öllu ásjáandi. Ein góð vinkona mín upplifði slíka aftöku þegar hún var aðeins nokkurra ára gömul. Eftir að búið var að höggva höfuðið af hljóp hænan hauslaus um allt hlað og rakst auðvitað á það sem fyrir varð. Vinkona mín var fljót að átta sig á ástæðu þess að hænan hljóp svona blind fram og aftur, og til að hún sæi betur hvert hún var að fara tók hún afhöggvinn hausinn, lyfti honum upp og beindi honum í þær áttir sem hænan hljóp. "Svona, svona" sagði hún huggandi, "nú geturðu séð hvert þú ert að hlaupa!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æi....en fuglakjöt er gott

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband