Ég er bæði mellari og lallari, en varla smallari

Staldraði stutta stund við í sportvörubúð og verslaði stuttbuxur, bol og sprettskó fyrir sumarið. Komst léttilega í "medium" hlaupabol, en þegar kom að því að velja dry-fit stuttbuxurnar hélt afgreiðsluguttinn "large" buxum á lofti. "Ég held þú þurfir þessa stærð" sagð'ann hugsi og bar okkur saman, mig og buxurnar. Rétti mér svo þessar "large" buxur og sagði ákveðinn: Já, ekki spurning, þú ert "lallari"! Þá veit ég það; maður er bæði mellari og lallari! Og þó að á síðustu misserum hafi horfið allnokkur fjöldi aukakílóa, þá held ég að maður verði nú aldrei "smallari"!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband