21.4.2008 | 21:08
Brusselsýningin að byrja
Erum búnir að vera hér í fimm heila daga við að setja upp bása fyrir Útflutningsráð og íslensk fyrirtæki á stóru sjávarútvegssýningunni í Brussel. Klikkuð vinna í 12-14 tíma á dag fyrir Sýningakerfi ehf, en gaman í góðum hópi. Höfum enn ekki séð mikið af borginni, þar sem við bæði vinnum og búum í úthverfi. Það stendur þó til bóta á morgun, þegar sýningin byrjar og við fáum frí... loksins... allt þar til niðurrif hefst á fimmtudag. Á sýningunni flæðir allt af mat og drykkjum og stemningin fín, á þessu risastóra svæði, sem tók í fyrrakvöld tæpan klukkutíma að labba kringum. Básaeyjurnar sem við sjáum um eru í höllum 4 og 6, með stærstu höllina, nr. 5, á milli. Um 400 metrar skilja svæðin að, sem þýðir að maður labbar tæplega 10 km á hverjum degi. Grófur óábyrgur eiginútreikninginur segir að sýningin spanni uþb 50 þús fermetra. En ánægjan sem felst í því að vinna við svona er a) skammtímaverkefni (10 dagar); b) góður hópur (sex manns); c) nýtt umhverfi (fyrsta sinn í Brussel)... og allt það góða sem fæst við tilbreytingu í lífinu. Ókosturinn er að vera fjarri þeim sem manni þykir vænst um. Lífið er uppfullt af kostum og göllum, þetta er bara spurning um að njóta þess besta sem aðstæður hverju sinni bjóða upp á.
Athugasemdir
Skemmtileg borg Brussel,skemmtu þér vel. Misstu ekki af Grand Place.
Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.