12.3.2008 | 14:42
Blindur blúsgítarleikari deyr
Einn magnaðasti blúsgítarleikari seinni tíma og einn af mínum uppáhalds, Kanadamaðurinn Jeff Healey, lést úr sjaldgæfum sjúkdómi (Retinoblastoma) fyrir örfáum dögum síðan. Sjúkdómurinn herjaði á augun á honum frá eins árs aldri; krabbamein sem dró hann til dauða aðeins 41. árs gamlan. Hann þróaði og gerði frægan mjög sérstakan spilastíl, þar sem hann sat á stól með gítarinn liggjandi flatan á lærunum. Hann skilur eftir sig jafnt kröftug blúsrokklög sem og fallegar blúsballöður, sumar svo yfirþyrmandi tilfinningaríkar að þær hafa framkallað tár hjá fleirum en mér. Healey er farinn, en tónlistin lifir og á eftir að auðga líf mitt og fjölmargra annarra um ókomin ár.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.