22.12.2007 | 08:14
Frá Suður-Kína til Sauðárkróks
Ferðalagið úr kvöldhitanum í Hong Kong yfir í kaldan frostmorgun í London tók um tólf klukkustundir. Þar stóð maður og skalf eins og hrísla, þar til sein rútan frá Heathrow til Stansted birtist upphituð og notaleg. Tíu stiga hiti og marauð jörð tók á móti okkur Snússa í Keflavík, og svoleiðis var landið á að líta alla leið norður á Krók. Miklir fagnaðarfundir urðu þegar ferðalúinn bangsinn komst loks, eftir rúmlega sólarhrings ferðalag og tveggja vikna fjarveru í Kína, í hlýjan faðm Guðmundar og fjölskyldunnar hér.
Athugasemdir
Gleðileg jól og hafðu það sem allra best
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.