28.11.2007 | 21:18
Þegar Gunnar í Krossinum lagði á mig hendur
Eitt sinn vann ég hjá fyrirtæki þar sem eigendurnir voru góðir vinir Gunnars í Krossinum. Eftir að nuðað hafði verið mikið í mér, lét ég eftir þeim að reyna sig við mína glötuðu sál (að þeirra mati). Þeir krupu tveir með spenntar greipar framan við skrifborðið mitt, með Gunnar standandi á milli sín. Hann lagði hendur á höfuð mitt, herbergið fylltist af hávaðasömu guðstali þeirra þriggja og allt nötraði og skalf. Eftir dágóða stund var ég spurður að því hvort ég fyndi ekki eitthvað. Ég skynjaði ekkert yfirnáttúrulegt, bara titrandi sveittar hendur Gunnars á höfði mér, og flokkast því enn í margra hugum sem trúlaus glötuð sál.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Spaugilegt, Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.