Sannar sögur úr sveitinni

Kona ein kom slompuð heim um nótt og fór beint inn í myrkvað hjónaherbergið. Hún reif sig úr fötunum, skreiddist undir sæng og teygði sig yfir til eiginmannsins. Í svefnrofunum teygði hann sig á móti, en þrátt fyrir að vera nokkuð sljó skynjaði hún að hann var bæði stífari og ilmaði öðruvísi en vanalega. Það sem hún ekki vissi var að eiginmaðurinn hafði, eftir að hún fór út um kvöldið, ákveðið að skella sér líka út á lífið. Og þrátt fyrir að vera dauðsyfjaður sjálfur hafði afinn boðist til skjótast yfir og passa fyrir son sinn. Eins og gefur að skilja varð heilmikill vandræðagangur í hjónarúminu þegar hið rétta kom í ljós, og tengdadóttirin og tengdafaðirinn slitu sig óttaslegin úr faðmölögum hvort frá öðru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband