Hrepparígur hamlar framþróun í Kína

Undirbúningur fyrir Kínaferðina stendur nú sem hæst, bólusetningar fyrir allskyns kvillum og framandi bakteríuflóru, umsókn um vegabréfsáritun og frágangur á lausum endum. Borgin sem ég er að fara til heitir Shenzhen og liggur svo gott sem áföst Hong Kong. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu þessar borgir að vera að vinna saman, t.d. að Svæðisskipulagi og sameiginlegri framtíðarsýn, en bæði er að viðskiptaveldið í HK hefur verið tregt í taumi til þess, auk þess sem lítið hefur verið gert í stjórnkerfinu fyrir ofan sveitastjórnarstigið til að auðvelda borgunum þetta. Það er því víðar en á litla Íslandi sem ytri aðstæður og hrepparígur hamlar eðlilegri framþróun svæða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband