Hvenær segir maður heill og sæll og bless?

Það vefst fyrir mörgum hvenær þeir eiga að heilsa og kveðja. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég var upplýstur um það að sá sem kemur að, og sem sá sem fer (frá þeim sem fyrir er á staðnum), á að vera fyrri til að heilsa og kveðja. Yngra fólk telur gjarnan að þegar fullorðinn á í hlut, eigi sá eldri að heilsa og kveðja, eða vera fyrri til að bjóða góðan dag. Fólk á miðjum aldri kann þetta oft ekki heldur; gengur inn í herbergi og bíður eftir að því sé heilsað... eða finnst kannski bara óþarfi að viðhafa svona gamaldags kurteisi... og lætur það alveg ógert að heilsa. Það einfaldar hinsvegar margt í mannlegum samskiptum ef fólk kann þetta og notar rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband