Jeppi á fjalli, ég er hann!

Guðmundur Jónsson hjá jeppa á fjalliFórum feðgar á fjall á fjóhjóladrifna jepplingnum í morgun. Horfðum í björtu veðri yfir Skagafjörðinn víðan og nutum froststillunnar. Sáum hvorki né heyrðum í rjúpu í fjallakyrðinni, önduðum að okkur fersku loftinu og ræddum um útsýnið: Eyjarnar þrjár, vötnin, fjöllin í kring og álfabyggðir í Hegranesi. Sáum kollinn á Molduxa þar sem við stóðum hreyknir síðastliðið sumar, ásamt mömmum okkar, og skrifuðum nöfn okkar í gestabók. Allt lítur öðruvísi út þegar maður er hátt uppi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband