Týndar tilboðsvörur

Hef margoft lent í því að koma í Bónus án þess að finna vörur sem þeir voru að enda við að auglýsa á tilboðsverði. Grunaði þá um að eiga of lítið magn til af umræddum vörum, en auðvitað skýrir það margt ef það hefur verið sérstaklega falið á bakvið aðrar vörur, í neðstu hillu!
mbl.is Segir blekkingum beitt þegar verðkannanir eru gerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kom einhverju sinni inn í Hagkaup í Smáralind. Sama morgun hafði ég lesið íheilsíðuauglýsingu um að þar væri að finna Cheerios á ótrúlega góðu verði eins og einhverjar nokkrar aðrar vörur, og tilboðið gilti bara þennan sama dag. Hvergi fann ég Cheerios. Ég grennslaðist fyrir um Cheeriosið hjá starfsmanni Hagkaupa hvar ég gæti náð mér í 1-2 pakka af Cheerios á góða verðinu. Svarið var á þá leið að Cheeriosið væri búið og ekki kæmi meira af því þann daginn.

Það skrítnasta í þessu öllu var að verslunin hafði einungis verið opin í 12 ínútur þann daginn og ein af fáum vörum á tilboði var búin ! ! !

Ég svipaðist um og rayndi að finna þessa viðskiptavini með bretti fullt af Cheerios, því verslun sem á von á þúsundum viðskiptavina daginn sem er með góð tilboð, þá hlytu þessir 15 viðskiptavinir sem höfðu fram að þessu komið inn í verslunina fram að þessu að vera með hestburð hið minnsta hver um sig af þessu morgunkorni.

Nei , enginn viðskiptavina fyrirtækisins voru með svo mikið sem einn pakka af þessu ódýra Cheeriosi. TÓM SVIK !!!!!

Ég kom seinna um daginn svona rétt til þess að athuga hvort ekki væri komin aukasending , en ekkert var til né hafði verið bætt í hillurnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.11.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta viðgengst líka hjá Húsasmiðjunni og BYKO
Tilboðsvörunar fást bara ekki á því verði sem auglýst er og skýringarnar eru fjölbreytilegar.

Grímur Kjartansson, 2.11.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband