Megasartónleikarnir í Höllinni

Frábærir tónleikar eru að baki hjá meistara Megasi og Senuþjófunum, og sá þáttur þeirra sem ég vann við, þ.e. sviðs- og ljósamálin, fengu fína dóma í blöðum dagsins. Guðbrandur Ægir á veg og vanda að því öllu, hannaði bæði sviðsmynd og ljós og sá um ljósastjórn á tónleikunum. Mogginn segir sviðsmynd hafa verið einfalda og flotta; Fréttablaðið segir sviðsmynd hafa verið einfalda (eitt tré og ljósasería) og lýsingu látlausa en áhrifamikla. Tréð kom vel út, en þetta var lauflaust birkitré sem við vorum búnir að festa á með vír um 100 laufgaða stöngla. Reykjavíkurborg á þakkir skyldar fyrir að útvega tréð úr Elliðaárdalnum, JB Byggingarfélag sömuleiðis fyrir þökurnar sem notaðar voru í að tyrfa hólinn undir trénu. Þó þetta hafi verið talsverð vinna og tíminn naumur undir lokin þá var mjög gefandi að taka þátt í þessu verkefni. Takk fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband