5.10.2007 | 10:36
Nýjungatregir karlar
Stundum tek ég þátt í prófa skemmtilegar nýjungar sem reka á fjörur mínar, sérstaklega ef þær krefjast einhverrar hreyfingar. Ég get nefnt Rope-yoga, Stafgöngu o.fl. upplífgandi, en það sem hefur vakið athygli mína er að oftar en ekki er ég eini karlinn á meðal fjölda kvenna í þessum hópum. Karlkyns vinir mínir eru meira í ræktinni eins og það heitir; glíma við tæki og tól og miklar þyngdir, eða kljást fýsískt hver við annan í ýmsum boltaleikjum; þessu gamla góða sem er viðurkennt sem karlasport. Þó mér finnist það gaman líka sæki ég í að prófa eitthvað nýtt, sem gefur tilverunni annan lit og meiri fjölbreytileika. Ég geri mér grein fyrir því að ef strákarnir taka áskorun minni um að mæta í svona hópa missi ég sérstöðu mína sem eini karlinn á svæðinu, en þetta er bara svo skemmtilega gefandi að ég verð að láta vita af því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.