Drengir, sjáiði ekki veisluna?

Þetta er að vísu tilvísun úr allt annarri átt, en það er hinsvegar veisla í gangi sem vert er að sjá, nefnilega Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Maður var svolítið seinn af stað, en nú eru tvær í höfn: Listin að gráta í kór og Grimmdarþokki. Báðar fjölluðu um mannlegan harmleik á einstakan hátt, en sú fyrrnefnda skorar hærra hjá mér, með betri persónusköpun og einstakan danskan húmor. Leikstjórarnir voru viðstaddir á báðum sýningunum og gaf það upplifuninni meiri dýpt. Stefnan er nú tekin á minnst eina mynd á dag þar til hátíðinni líkur á sunnudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband