4.8.2007 | 09:47
Ekkert hundalíf?
Þar sem ég bý með útsýni yfir eyjar Skagafjarðar og Litla-skóg verð ég oft var við fólk á ferð með hundana sína hér norðan við húsið. Þetta er yfirleitt sama fólkið og ég kannast orðið ágætlega við mörg þeirra. Flestir fara daglega í gönguferð með sína hunda, sumir oftar. Einn nágranninn hleypur alltaf upp í Skógarhlíð í hádeginu með sinn hund. Og það er farið hvernig sem viðrar. Góð hreyfing og útivist er holl fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu okkar; hún hreinlega getur bætt og lengt líf okkar. Ég held satt best að segja að orðið hundalíf hafi fengið aðra og jákvæðari merkingu í mínum huga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.