Sjálfstæðisflokkurinn og siðleysið

Jóhannes í Bónus leggur heilsíðu í Mogga dagsins undir siðleysi embættisveitinga Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Jóhannes skorar á Sjálfstæðismenn að strika yfir nafn ráðherrans á kjördag. Mér finnast ásakanir Bónuskaupmannsins eiga fullan rétt á sér, en finnst hann bjartsýnn ef hann heldur að þetta virki. Dettur mér þá í hug Sjálfstæðismaðurinn sem sagði menn og málefni engu skipta: Hann myndi ekki hætta við að kjósa flokkinn þótt hundur sæti í fyrsta sætinu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var nú reyndar Framsóknarmaður Jón Þór. En tryggðin er nú auðvitað sú sama. Ekki ætla ég að eyðileggja atkvæðið mitt með því að taka þessari áskorun, en óskaplega held ég að það væri skemmtilegt að mega strika út af þessum lista og fleiri listum.

Mikið dáðist ég að Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi í spjallinu við Sigurð G. Tómasson á útvarpi Sögu í morgun. Þeir ræddu yfirvofandi ráðningu Björns Bjarnasonar á Jóni H.B. Snorrasyni í embætti ríkissaksóknara. Guðmundur kallaði Jón "alræmdasta klúðurhænsn íslenskra dómsmála"! Diplómat Sigurður varð fár við og setti kurteislega ofan í við Guðmund. Meira svona "pro forma" heyrðist mér nú.

Árni Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Árni.. þú mátt strika yfir nöfn á þeim lista sem þú kýst.  Eina sem gæti mögulega fengið mig til að XD væri freistingin við að strika BB og Árna út... en stenst freistinguna

Heiða B. Heiðars, 11.5.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband