
Hugmyndafræði þeirrar langþreyttu stjórnar sem senn lætur af völdum hefur byggst á því að efnahagslífið sé undirstaða mennta- og velferðarkerfisins.
Margir eru hinsvegar þeirrar skoðunar að þarna sé málunum snúið á haus; vænlegra væri að byggja upp öflugt og traust velferðarkerfi, sem veitir okkur og börnum okkar jafnari tækifæri í lífinu, t.d. hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu, og að slík fjárfesting í fólkinu í landinu sé í raun traustasti grunnur þess að atvinnu- og efnahagslíf geti blómstrað. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að í dag eru að alast upp börn sem búa við mikinn ójöfnuð og skert lífsgæði. Þetta hafa Sjálfstæðismenn aldrei skilið, þótt þeir gefi annað í skyn rétt fyrir kosningar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.