Einni spurningu ósvarað...

Nú er maður búinn að heyra margar hliðar á þessu máli, en það hefur alveg farið framhjá mér ef þeirri spurningu hefur verið svarað hvað tengdadóttirin hafði sér til málsbóta umfram þá sem var hafnað! Það voru tugir manns sem sóttu um, átján fengu, en höfðu hinir sem hafnað var þá dvalið skemur en 15 mánuði í landinu? Þeir sem sitja nú með sárt ennið og engan ríkisborgararétt ættu að láta í sér heyra; skýra frá aðstæðum sínum ef þeir telja sig hafa uppfyllt skilyrðin betur en tengdadóttirin. Helst vildi maður fá svar við þessari spurningu frá Allsherjarnefnd.
mbl.is Um ríkisborgararétt og Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þeir ættu að kynna sér Stjórnsýslulögin, sérstaklega hvað varðar upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda svo og jafnræðisregluna.

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband