2.5.2007 | 22:01
Keðjubréfaruglið
Í dag fékk ég einu sinni enn keðjubréf og í þetta sinn fjallaði innihaldið um gagnsleysi peninga: Þú getur keypt þér rúm, en ekki svefn
þú getur keypt þér kynlíf, en ekki ást, o.s.frv. Þetta er víst einhver kínversk speki. Þeir sem senda keðjubréfið til 20 vina detta í lukkupottinn og í bréfinu eru sögur sagðar þessu til vitnis, um fólk sem varð heppið: Það vann í lottói og eignaðist... já, PENING !!! Halló? Ef maður sendir bréfið ekki áfram innan tiltekins tíma, þá hellist yfir mann ógæfa... manni er hreinlega hótað hörmungum! Í bréfinu segir að það sé búið að fara 8 sinnum kringum hnöttinn. Hver telur og breytir bréfinu reglulega til samræmis við fjölda hnattferða? Bréfið er sagt sent af trúboðanum Anthony De Croud. Hverskonar trúboði er það sem hótar fólki öllu illu ef það hlýðir honum ekki, og fer svo á skjön við sín eigin trúarbrögð þar sem mönnum er sagt að treysta guði? Er nema von að maður dragi stundum í efa skynsemi og ályktunarhæfni fólks?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.