26.4.2007 | 15:08
Sæluvika - smekkfull af skemmtilegheitum!
Það þykir gott að fá Óskarinn í kvikmyndum og örn í golfi, en Skagfirðingar fá hvorutveggja í Sæluvikunni, sem hefst um næstu helgi. Meðal góðra gesta eru Óskar Álftagerðisbróðir, Örn Árnason, Vigdís Finnbogadóttir og Gísli Einarsson, en annars er vikan frá sunnudeginum 25. apríl til sunnudagsins 6. maí, smekkfull af leikritum, tónleikum, sýningum, dansleikjum, veitingum og vínkynningum, hagyrðingakvöldi og upplestrum, körfubolta og óperunni LaTraviata. Það verður líka boðið upp á vatnslitavísur, söngatriði, menningarkvöld, þjóðakvöld með mat og atriðum, pöbbastemningu með Magna, Dægurlagahátíð, bíósýningar, mörg kóraatriði, harmonikudagskrá, það verður opinn dagur fyrir skotglaða á skotvelli Ósmanns og sæluvikumatseðlar á veitingahúsum. Skagfirðingar taka vel á móti gestum :) ... hér er DAGSKRÁIN!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.