4.4.2007 | 09:13
Látnir feður á ferðalagi
Las í morgun í Mogganum um Keith Richards, sem blandaði ösku látins föður síns saman við kókaín og tók hann í nefið fór á smá trip með gamla! Þá rifjaðist upp sagan sem Siggi Björns segir í laginu Final ride, en hún er um eldri feðga sem alltaf fóru á sunnudögum saman á mótorhjóli um sveitirnar í kringum heimabæ sinn, Fredriksund í Danmörku. Svo dó sá gamli. Þegar hann var búinn að liggja nokkra daga í líkhúsinu þá hvarf líkið. Þetta uppgötvaðist fljótt og var lögregla var kölluð til. Þegar svo lögreglumenn og starfsmenn líkhúss standa þar fyrir utan og ráða ráðum sínum, þá kemur mótorhjól akandi í hlað. Sonurinn ók, en aftan við hann á hjólinu sat látinn pabbinn bundinn, í mótorhjólagalla með hjálm á höfði. Þetta var þeirra síðasta ferð saman.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta var nú svolítið sætt. Skyldi ferðin flokkast undir dark tourism?
Guðrún Helgadóttir, 4.4.2007 kl. 13:52
Keith hefði haft meira pláss á hjólinu enda bara verið með þann gamla í umslagi...
Þorsteinn Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.