Eru stjórnvöld að svíkja áform um háhraðavæðingu?

telepathy_180Í Fjarskiptaáætlun 2005-2010 segir orðrétt: "Allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu."  Í markmiðskafla (bls.24) stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Ég heyrði í gær í svekktum sveitarstjóra tæplega 500 manna sveitarfélags sem sagði að ekkert benti til þess að við þetta yrði staðið. Hvað segja Sturla og félagar í stjórnarflokkunum, ætla þeir bara að bjóða kjósendum dreifðra byggða í vor upp á telepatískt netsamband við umheiminn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Auðvitað ætla þeir ekki að bjóða upp á annað en að lofa að kippa málinu í lag fljótlega eftir kosningar. Það hafa þeir gert aftur og aftur við mikinn fögnuð landsmanna flestra.

Unnar Rafn Ingvarsson, 25.3.2007 kl. 11:45

2 identicon

Þetta er nokkurnvegin komið hjá Sturlu.

Spurningin er hins vegar sú hver er skilgreiningin á háhraðatengingu ?

Ég er annsi hræddur um að Sturla skilgreini ISDN sem háhraðatengingu.

Kveðja

Davíð Rúnar  

Davíð Rúnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband