
Fjórða undankvöld
Músiktilrauna 2007 er í kvöld fimmtudag og þar mun hljómsveitin
Hip Razical frá Sauðárkróki stíga á svið og flytja tvö frumsamin lög,
It stays the same og
Untrue stories eftir Davíð Jónsson gítarleikara og söngvara. Styrkár Snorrason mun lemja húðirnar, Jón Atli Magnússon leikur af alkunnri snilld á rafgítar og Snævar Örn Jónsson plokkar bassann. Fjölskyldan úr Barmahlíðinni fjölmennir að sjálfsögðu á staðinn og stendur við bakið á sinni bílskúrshljómsveit.
Loftkastalinn opnar kl. 18, fyrsta hljómsveit af þeim tíu sem spila í kvöld keyrir í gang
kl. 19 og miðaverð er 700 kr. Allir eru velkomnir, sérstaklega verður vel tekið á móti nágrönnum sem hafa þurft að þola hávaðann úr bískúrnum síðustu þrjú ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.