15.3.2007 | 15:12
Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!
Kúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?
Reikn.nr: 0160-26-3906
Kt: 050635-3849
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Athugasemdir
Ef fólki er umhugað um að eitthvað sérstakt og sjarmerandi fái að lifa áfram þá eigum við að styðja við kallinn og reisa við Kántrýútvarpið,við hljótum að skulda menningunni sjálfri það.
Það væri sniðugt að setja Kántrýútvarpið á Internetið svo allir fái að njóta þess!
Kristján (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.