13.3.2007 | 10:13
Falskur fagurgali í norðvesturkjördæmi
Því miður finn ég ekki lengur Byggðaáætlun 2006-2010 inn á vef Byggðastofnunar, en ég man ekki betur en að þar sé orðalag allt mjög almenns eðlis og að þar sé ekki að finna framkvæmdahluta; þar sem ábyrgð á framkvæmdum er skilgreind eða þær tímasettar. Ekki skrýtið að það verði lítið úr "fyrirætlunum", eða var það kannski aldrei meiningin að menn stæðu við áætlanir sem þessa? Vaxtasamningar geta verið af hinu góða ef rétt er að staðið, en að mínu viti vantar þar inn miklu meira fjármagn. Nú er hinsvegar tími loforða og væntanlega heyrum við næstu daga af "björgunaraðgerðum", sem einkennast af samviskubiti og hræðslu við að missa völdin í kosningum í vor. Vestfirðir verða fyrst á dagskrá, þar er hávaðinn mestur þessa stundina, skiljanlega, en Norðurland vestra hefur ekki síður orðið illa úti. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og ég trúi ekki að kjósendur hér á norðvesturhorninu kaupi mikið lengur þennan falska fagurgala Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.