11.3.2007 | 20:06
Dónaskapur stjórnarflokkanna við Vestfirðinga
Segir það ekki allt sem segja þarf um raunverulegan landsbyggðar- áhuga stjórnvalda að á borgarafundi um atvinnumál á Ísafirði í dag mætti ekki einn einasti þingmaður frá Framsókn eða Sjálstæðisflokki? Miðað við þann vanda sem Vestfirðir eru í hefðu þeir Einar Oddur, Einar Kristinn, Sturla og Magnús Stefánsson átt að vera þarna, eða finna samflokksmenn til mæta í sinn stað. Miðað við hvað þeir eru búnir að svíkja þetta svæði og svelta í áraraðir hefði verið full ástæða til að sýna fundinum mikinn áhuga, í stað þeirrar vanvirðu og dónaskaps að láta ekki sjá sig. Eru þeir ekki bara að biðja um frí í vor með þessari framkomu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
Þeim er ekki fisjað saman þessum vesalingum.
Jóhannes Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.