9.3.2007 | 13:01
Er bisness í snarreddingum og skítmixi?
Fyrir tæpri viku var þessi óviðjafnanlega smáauglýsing í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni:
Snarreddingar & Skítmix
"Minniháttar- bílviðgerðir, húsviðgerðir, trésmíði, málingarvinna.
Meiriháttar- matreiðsla, bagstur, hárgreiðsla, félagsskapur, flísalagnir, stíblulosun, hellulagnir. Sími xxx-xxxx."
Það er greinilega mikil fjölhæfni hjá þeim sem þarna bjóða fram þjónustu sína, en ég get ekki að því gert að samsetningin er áhugaverð, að maður tali nú ekki um fyrirsögina og hvort hún hafi almennt vakið traust lesenda! Það hefði líka verið fróðlegt fá nánari skýringar á þessu "skítmixi". Að lokum má svo velta því fyrir sér hvað sé innifalið í "meiriháttar-félagsskap"?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.