Andskotinn fær ölið sitt

Nemendafélag eitt sóttist eftir styrk frá drykkjarvöruframleiðanda vegna vinninga til að veita á árshátíð, t.d. gæti kassi af öli verið vel þeginn. Í tölvupósti var erindinu svarað neitandi og sagt að þeir sæju sér því miður ekki fært að styrkja félagið að þessu sinni. Sá sem átti samskiptin fyrir hönd Djöflabjór?nemendafélagsins tók eftir því að svarpósturinn var nokkru lengri en efni stóðu til og "skrollaði" því neðar. Þar komu í ljós innanhússamskipti starfsmanna fyrirtækisins, þar sem einn hafði áframsent erindið á annan, með þessum orðum: "Eigum við eitthvað að vera að svara þessum andskota?"

Sumir hefðu nú bara kyngt þessu og mesta lagi sagt vinum eða bekkjarfélögum frá, en þessi vinurinn er vanur að segja sína skoðun umbúðalaust finnist honum þörf á því. Hann hringdi því í yfirmann hjá fyrirtækinu og sagði ákveðinn sína skoðun; að sér finndist svona dónaskapur vera fyrir neðan allt velsæmi. Auðvitað urðu menn alveg rosalega miður sín og svöruðu því til að þetta hafa verið "smá innanhúshúmor sem ekki hefði átt að fara lengra". Í framhaldinu kom svo afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu, ásamt loforði um nokkra kassa af öli. Blankheit nemendafélagsins gætu orðið siðferðisþrekinu yfirsterkari, en hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, segi bara: oft seint þessi afsökunarbeiðni, ands...fyrirtæki ! Þoli ekki fólk sem reynir að afsaka sig með hugtökum og þessum -innanhúshúmór eða enn betra stór misskilnigur... Enn ein ástæða fyrir því að drekka ekkert öl  Kveðja, Nancy- fyrrverandi skólasystir

Nancy (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband