2.3.2007 | 20:32
Ég varð listmálari seinnipartinn í dag
Netið er yndislegt fyrirbæri og fær mann stundum til að halda að maður sé eitthvað. Í dag fannst mér ég t.d. verða gríðarlega flinkur listmálari. Þá fór ég létt með að mála TVÆR Picassomyndir. Sú fyrri var svarthvít og lýsir tómleika á jólanótt í hægrisinnaðri vísitölufjölskyldu, hin síðari var í lit og tekur svona meira á alvarlegum andlegum níðingsskap sem menn horfa of mikið fram hjá í okkar þjóðfélagi. Nei annars, þessar skrautlegu skýringar komu mér bara í koll eftirá og eru hreinn uppspuni; bara til þess að láta líta út fyrir að þetta krot alltsaman sé úthugsað. En þetta var svaka gaman og alveg lygilega auðvelt með forritinu Mr. Picassohead. Trúlega verð ég ekki Dali fyrr en eftir helgi því á morgun þarf ég að aka suður og það er nú held ég farsælast að vera bara maður sjálfur við stýrið.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.