23.2.2007 | 22:19
Sverð í hrauni og hornglas!
Er að vinna verkefni um íslenska minjagripi og hef af því tilefni verið að flakka um netlendur þessa efnis. Fann ágætlega heilsteypta samsetningu gripa í búð Sögusafnsins í Perlunni, þeir virðast þokkalega í takt við heimildir um forníslenskan raunveruleika. Þar var ekki að finna höfuðföt með hornum, eins og Eymundsson og fleiri bjóða ferðamönnum (sjá mynd), né heldur lundagripi í lange baner. En svo fékk ég nett sjokk á íslenskum minjagripamarkaði hjá Fjörukránni í Hafnarfirði. Þar mátti sjá minjagripinn "Sverð í hrauni", sem er skefti með stuttu blaði, sem stendur upp úr hraungrýti, sem fest er á platta. Einnig var þar, undir liðnum "íslenskt handverk", til sölu kindarhorn með ítroðnu glerglasi, en þetta kallaðist "hornglas!" Sama fyrirbæri mátti reyndar líka finna sem færeyskan minjagrip, en var þá orðinn aðeins dýrari vegna þess að búið var að bæta glærum léttvínsfæti undir hornið! Þarf ekki alveg rótlaust ímyndunarorkuver til að (van)skapa svona lagað?
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.