Vildu ekki framleiðendur eigin sjónvarpsefnis

Þau á Radisson SAS Hótel Sögu þoldu ekki álag umræðunnar og gerðu umdeilda viðskiptavini brottræka, en áttuðu sig svo á því að í sjónvarpskerfinu innanhúss er myndefni sem framleitt er af þessum úthýstu gestum. Tvískinnungurinn varð vandræðalegur, nánast pínlegur. Nú hafa þeir beðið móðurfyrirtækið erlendis um að bjarga sér úr þessari óþægilegu klemmu með því að fá að fjarlægja bláa myndefnið úr sjónvarpskerfi hótelsins. Eins og ég sagði í pistli í gær: Það er af nógu að taka í baráttu gegn klámvæðingu hér heima, en það stendur okkur kannski of nærri?

SAF, Samtök ferðaþjónustunnar hafa í dag bent á hversu ógerlegt sé að yfirheyra eða kanna árlega bakgrunn meira en 400 þúsund erlendra ferðamanna, til að flokka megi þá úr sem eru "okkur" þóknanlegir. Mér myndi reynast erfitt að sinna því siðapostulastarfi svo öllum líkaði; ég myndi kannski byrja á því að taka Bush og Berlusconi út af sakramentinu! Tjón og bótaskylda eru líka hugtök sem heyrast oftar nefnd í þessu samhengi; hver borgar tapið sem flugfélög, veitinga- og afþreyingarfyrirtæki á Íslandi verða nú fyrir, þegar Hótel Saga er búin að taka að sér að úthýsa viðskiptavinum þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einkennilegt að hótel sem dreifir klámefni til hótel gesta neiti svo að taka við þeim sem framleiðaefnið.  Nú ferð að koma sér tollskoðun í leifstöð þar sem ferðamenn eru spurðir við hvað þeir starfa.

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnaosn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband