Vel heppnuð markaðssetning?

Mikið hefur verið fjallað um væntanlega heimsókn klámframleiðenda til Íslands í næsta mánuði. Í mínum huga er þetta gott dæmi um múgsefjun, menn espa hvern annan upp og þetta er orðið AÐAL málið í dag, ekki það að klám í ýmsum myndum er fáanlegt á Íslandi og stæði okkur nær að eyða orkunni gegn því. Mikil vinna býður baráttufólks gegn klámvæðingu hér heima, en fundur þessara útlendinga, sem hvorki hafa brotið íslensk lög né lög sinna heimalanda, er það eina sem við viljum sjá núna. Um þetta getum við sameinast; dómstóll götunnar er að störfum! Og menn ætlast til þess að stjórnvöld gerist vænisjúk og brjóti mannréttindi á saklausu fólki eins og á Falun Gong hópnum hér um árið. Ég held að enginn vilji slíka forræðishyggju í raun, þótt einhverjum finnist það réttlætanlegt nú í hita leiksins; í tryllingi þessarar múgsefjunar um flísina í auga náungans.

En svo má líka spyrja hvort við höfum ekki einmitt verið að kalla eftir þessu fólki? Var ekki Icelandair að vonast eftir svona kúnnum þegar þeir auglýstu hér um árið: ”Dirty weekend in Iceland” ... og ”One nigth stand in Reykjavík”? Þessi markaðssherferð á Bandaríkja- og Bretlandsmarkaði, sem fært hefur nafn Íslands og höfuðborgar okkar inn á auglýsingaborða á heimasíðum þessara klámframleiðanda, var með stuðningi íslenska ríkisins og kostuð að hluta af okkar skattfé. Hvaða viðskiptamannahóps var verið að höfða til með þessari markaðssetningu og má ekki bara segja að hún hafi heppnast vel; að markhópurinn sé nú mættur og vilji fá sína "Dirty Weekend"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tók langan tíma að markaðsstja þetta, svo þegar hún tókst þá voru þau rekinn í burtu þar sem þau voru ekki velkominn.  Furðuleg markaðssetnig.

kv

Þórður ingi

Þórður Ingi Bjarnason (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband