Eru Sauðárkrókur og Stykkishólmur ekki á landsbyggðinni?

Í Fréttablaðinu í dag segir að landsbyggðin sé enn án stórs titils í körfubolta, en að Hamar/Selfoss geti í dag, með sigri á ÍR, breytt körfuboltasögunni. Í mínum huga eru stóru titlar ársins í körfunni þrír: Fyrirtækjabikarinn, Bikarkeppni KKÍ (nú Lýsingar) og svo Íslandsmeistaratitillinn. Þó Suðurnesja- og Reykjavíkurliðin eigi langflesta titla í þessum keppnum má ekki gleyma því að bæði Tindastóll og Snæfell hafa hampað fyrirtækjabikarnum. Tindastóll sigraði eftirminnilega árið 1999; vann á laugardeginum lið Njarðvíkur með 14 stiga mun, 76-62, og svo tók svo Keflvíkinga í bakaríið í úrslitaleiknum, vann með 80 stigum gegn 69. Hlutur landsbyggðarinnar í körfuboltatitlum er ekki stór, en honum ber að halda til haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Umrædd frétt er í takt við umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækjabikarinn undanfarin ár.  Að þeirra mati virðist sú keppni vera einhver upphitunarbastarður og ekki einn af stóru titlunum.  Stóru titlarnir eru þá í raun tveir (miðað við umfjöllun fjölmiðla): Bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitillinn.  Að vinna deildarkeppnina eða fyrirtækjabikarinn telst samkvæmt því ekki til stóru titlanna.

Gunnar Freyr Steinsson, 18.2.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband