13.2.2007 | 23:04
Síendurnýjanlegur forngripur?
Heimilistölvan sem ég nota dagsdaglega er næstum orðin eins og í sögunni um gamla hamarinn hans afa, þar sem fjórum sinnum var búið að skipta um skaft og tvisvar um haus. Í fyrra var aflgjafinn endurnýjaður en hann var það síðasta, fyrir utan sjálfan málmkassann, sem eftir var af tölvunni sem fjárfest var í seint á síðustu öld, árið 1997. Nú er tölvan hinsvegar aðeins farin að hökta þegar margt er í gangi í einu og það getur verið pirrandi þegar maður er í vinnuham, auk þess sem kannski er nú tryggara að hafa svona tæki í lagi þegar maður hendir sér út í BA-ritgerðarvinnuna af alvöru á næstu vikum. En þar sem öflugri örgjörvi er í raun það eina sem vantar núna er ég að spá í að kaupa bara nýtt móðurborð og nýta garminn aðeins lengur. Sumir eru nýtnir að eðlisfari, en maður veltir því fyrir sér hversu langt sé hægt að ganga?
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.