Dulbúnir ferðamenn á framandi slóð

Verslun 12 tóna við Skólavörðustíg - Mynd: Jón ÞórÍ síðustu viku fórum við bekkjarsystkin á Skólavörðu- stíginn í Reykjavík í leit að hentugu viðfangsefni til að nota í vettvangskönnun. Eftir skemmtilegar heimsóknir til serbneskrar konu (Lana Matusa) sem framleiðir verk sem einkennast í útliti af mosa og hrauni, og íslenskrar konu sem vinnur með japanskt silki, málar og límir og notar gamla texta með rúnaletri, þá völdum við að fjalla í verkefni okkar um verslun 12 tóna. Við veltum því m.a. fyrir okkur hvort tónlist gæti verið minjagripur. Við fengum góðar móttökur í verlsun 12 tóna, en þar er boðið upp á ókeypis esprresso kaffi og sófasett bæði á neðri og efri hæð þar sem hægt er að hlusta á tónlist. Á afgreiðsluborðinu rákum við augun Njarðarskjöldinn! Hva er det for noe? spurðum við nú bara (í tilefni þess að 12 tónar eru líka með búð í Köben).

Í ljós kom að þessi hvatningarviðurkenning Höfuðborgarstofu og Verslunarmanna hefur verið veitt árlega síðan 1996 þeirri verslun sem þótt hefur skara framúr í þjónustu við erlenda ferðamenn og fær hún þá skjöldinn góða, bækling og titilinn: Ferðamannaverslun ársins. Þeir sem hafa fengið viðurkenninguna fram að þessu hafa mismikið flaggað henni og þó flestir viðmælenda okkar litu þetta jákvæðum augum mátti heyra þá skoðun að sumir teldu slíkan "túristastimpil" geta fælt frá, ekki bara heimamenn, heldur líka ferðamenn. Getur verið að við reynum að líta ekki út eins og ferðmenn þegar við ferðumst á framandi slóð og að við forðumst sérstaklega þær vörur sem ætlaðar eru ferðamönnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband