Einfaldir orkuklattar

Þessari einföldu uppskrift að hafraklöttum nappaði ég einhversstaðar og hef verið að prófa og þróa, með ljómandi vinsælum árangri.

Orkuklattar1 bolli hafrar
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli sólblómafræ
1/4 bolli hveitikím (hef líka notað spelt)
1/4 bolli gott múslí
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar aprikósur
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar döðlur
1/3 bolli hunang
1-2 msk smjör
1/2 tsk vanilludropa
1-2 fingurklípur Maldonsalt

Hrærið saman þurrefnunum; höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í skál. Setjið döðlu- og aprikósubita, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott. Hrærið saman á vægum hita þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við blönduna og hunangið aðeins farið að krauma. Taka pottinn þá af hellunni og hræra saman við.

Meðan blandan er enn volg er best að setja hana á smjörpappír. Ég hef brotið uppá hliðarnar, þannig að úr verði „umslag“ sem er ca 20x20 cm, og flatt blönduna svo út með því að leggja skurðarbretti ofan á og þrýsta vel á (fyrst varlega, en svo alveg með fullum þunga) til að pressa.

Klattinn er svo settur í ískáp í 1-2 tíma áður en hann er skorinn í stykki eða mátulega munnbita. Ýmsa varíanta má prófa við þessa uppskrift, t.d. nota gráfíkjur og ferskjur í stað daðla og apríkósa; skipta vanilludropum út fyrir möndludropa, ofl.

Verði ykkur að góðu ;þ


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband