Ertu forvitinn bloggflakkari eða fjarskyldur ættingi?

Nú er fyrsti heili mánuður þessarar síðu að enda og ég get nú ekki sagt annað en að ég sé hæstánægður með viðtökurnar. Fjöldi gesta hér hefur verið framar öllum vonum, þegar þetta er ritað eru komnar rúmlega níu hundruð heimsóknir. En þar sem fæstir skilja eftir sig einhver spor, þ.e. skrifa í gestabók eða senda inn athugasemdir, þá er ég orðið mikið forvitinn að vita hver þú ert gestur minn sæll. Þessvegna hef ég sett inn litla könnun hér til vinstri sem mér þætti vænt um ef þú vildir taka þátt í. Með fyrirfram þökkum, Kveðjur, Jón Þór

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband