15.1.2007 | 17:44
Menn uppnefndir vegna ferðalaga
Heyrði um það fjallað í útvarpinu hvernig ýmis uppnefni festast við menn. Einhver í viðtali hafði safnað gögnum um þetta og rannsakað. Hann tók sem dæmi mann frá Vestmannaeyjum, en sá hafði nokkrum sinnum þurft á skömmum tíma að ferðast til Reykjavíkur í erindagjörðum fyrir útgerðina sem hann vann hjá. Þetta var um miðbik síðustu aldar þegar margir töldu það hinn argasta óþarfa að vera nokkuð að ferðast. Í dag þykir ekki tiltökumál að ferðast um langan veg, oft og iðulega, en vegna þessara ferðalaga sinna fékk aumingja Vestmannaeyingurinn uppnefni sem festist við hann alla hans ævitíð: Guðjón Flækingur!
Athugasemdir
Þá held ég að þú, kæri mágur gætir borið þetta viðurnefni með renntu. Flækist yfir í annann hrepp á hverjum virkum degi! Sama hvernig viðrar. Fólk gæti sagt sem svo; Guð, er þetta ekki hann Jón Flækingur eða Guð-Jón Flækingur!!
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, 17.1.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.