Færsluflokkur: Sjónvarp
20.3.2007 | 19:58
Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu

Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 09:13
Räikkonen í rauðu?
Á sínum tíma var ég að skrifa um Formúlu 1 fyrir mbl.is og formula.is. Þá var maður alveg á kafi í þessu og eignaðist sína uppáhaldsbíla og -menn. Mika Häkkinen var alltaf minn uppáhalds og þegar annar Finni, Kimi Räikkonen, kom inn sem arftaki lá beinast við að halda með honum. Þeir voru McLarenmenn, andstæðingarnir voru rauðklæddir með ítölsku liði sem ég nefni helst ekki… það heitir held ég Ferrari ;c) Við McLaren- aðdáendur sáum rautt ef Sjúmma gekk of vel, sem því miður var nú ansi oft. Nú er búið að splitta upp manni og bíl: Räikkonen er kominn um borð í rauðan Ferrari og það verður að segjast eins og er að hugur manns er svolítið klofinn þessa dagana. Vonandi venst þetta þegar á líður mótið, en sem stendur horfi ég mest á meistara Alonso aka um í sifurörinni fallegu!
![]() |
Räikkönen fagnar fullkominni byrjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)