Færsluflokkur: Sjónvarp

Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu

Aflvana formúlubíll?Á ruv.is og textavarpinu er tvennt sem vekur athygli mína núna. Annarsvegar liggur skip í vanda fyrir akkerum undan Reykjanesi, vegna þess að það er aflvana. Engin hætta er á ferðum, en takið eftir lykilorðinu: Aflvana... ekki vélarvana! Að mínu hyggjuviti verða bílar og skip ekki vélarvana nema vélin sé með öllu úr þeim. Ef vél bilar og þrýtur afl, þá er farartækið aflvana. Þetta fannst mér gleðilegt. Hitt var sorglegt. Að á næsta ári fara vinir mínir til margra ára í Formúlu 1 yfir á sjónvarpsstöðina Sýn. Það þýðir að óbreyttu að ég hætti að horfa á hana, en ég hef ekki lagt það í vana minn að borga fyrir íþróttaefni í sjónvarpi og reikna ekki með að breyting verði þar á. Því horfi ég sorgaraugum til næsta keppnistímabils, þegar minn formúlumótor verður alvarlega aflvana!

Räikkonen í rauðu?

Á sínum tíma var ég að skrifa um Formúlu 1 fyrir mbl.is og formula.is. Þá var maður alveg á kafi í þessu og eignaðist sína uppáhaldsbíla og -menn. Mika Häkkinen var alltaf minn uppáhalds og þegar annar Finni, Kimi Räikkonen, kom inn sem arftaki lá beinast við að halda með honum. Þeir voru McLarenmenn, andstæðingarnir voru rauðklæddir með ítölsku liði sem ég nefni helst ekki… það heitir held ég Ferrari ;c)  Við McLaren- aðdáendur sáum rautt ef Sjúmma gekk of vel, sem því miður var nú ansi oft. Nú er búið að splitta upp manni og bíl: Räikkonen er kominn um borð í rauðan Ferrari og það verður að segjast eins og er að hugur manns er svolítið klofinn þessa dagana. Vonandi venst þetta þegar á líður mótið, en sem stendur horfi ég mest á meistara Alonso aka um í sifurörinni fallegu!
mbl.is Räikkönen fagnar „fullkominni“ byrjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband