Færsluflokkur: Enski boltinn
25.10.2008 | 12:05
Spurningar vakna
Árni og Darling töluðu saman í síma. Einhver hefur fengið upptöku af símtalinu í hendur til að þýða það úr dýralæknaensku yfir á íslensku, og koma því svo á prent. Síðan þurfti að koma þeim pappír til fjölmiðils, nánar tiltekið Ríkisútvarpsins. Hverjir hafa af þessu hagsmuni? Íslendingar (til að sýna umheiminum fram á að Árni sagði ekkert sem gaf Bretum tilefni til að bregðast við eins og þeir gerðu)? Dýralæknirinn sjálfur (kannski betra fyrir hann að alþjóð fái þetta á prenti, í stað þess að heyra símtalið sjálft)? Ég efast um heilindi Geirs, þegar hann segist undrandi á því að þetta hafi lekið í fjölmiðla. Ég held að hann eða hans menn hafi séð til þess að þetta var gert opinbert, með þessum hætti, eins og þeir segja í stjórnmálunum.
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |