Færsluflokkur: Lífstíll

Lóðréttur steinullargarður


Böl hugans Kínamúra

Sú trú okkar, að við séum það sem við hugsum, myndar eins konar Kínamúra úr hugmyndum, orðum, dómum, merkimiðum og skilgreiningum; múr sem kemur í veg fyrir öll raunveruleg tengsl. Hann treður sér milli þín og þín, milli þín og náttúrunnar, milli þín og náungans... og það er mikið böl að geta ekki hætt að hugsa, því stanslaus óró hugans kemur í veg fyrir að við finnum raunverulega innri ró! (endursagt uppúr Máttirinn  í núinu, eftir Eckhart Tolle).

Ó, þjóð mín þjóð... Hvar ertu?

Vek sérstaka athygli á þessari hugvekju Láru Hönnu!

Yfir hundrað þúsund gistinætur

Íslensk farfuglaheimili voru valin meðal þeirra bestu í heimi nýverið. Þetta eru farfuglaheimilin í Berunesi við Djúpavog og á Ósum á Vatnsnesi. Farfuglaheimili eru góður og ódýr gistikostur á ferðalögum, en allajafna eru útlendingar stærstur hluti gesta íslenskra farfuglaheimila. Árlegar gistinætur á farfuglaheimilum hér á landi eru komnar yfir eitt hundrað þúsund.

Feitir krakkar með 45 ára gamlar æðar

Sláandi niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að feitir krakkar eru með æðakerfi á við 45 ára manneskju. Þetta eykur líkur á ýmsum hjartakvillum og hjartaslagi. Ljósið í myrkrinu fyrir þessi börn er að oftast er hægt að endurheimta eðlilegt ástand með hreyfingu og mataræði.

Aftur næsta laugardag

Á Austurvelli í dagÞetta var langþráð samkoma fyrir marga þá sem eru í sárum eða eru reiðir útí stjórnvöld, eftirlitsapparatið og Seðalbankann. Ljóst er að þetta lið hefur brugðist okkur og við höfum rétt á því að vera reið, sýna hvort öðru samstöðu og láta í ljós skoðanir okkar. Geir getur ekki sagt okkur að sýna æðruleysi og halda stillingu ef við kjósum að hegða okkur eða tjá okkur öðruvísi. Þó mörgu hafi verið frá okkur rænt síðustu vikur verður þetta frelsi ekki frá okkur tekið. Næsta laugardag kl. 15 verður haldin önnur og fjölmennari samkoma á Austurvelli, þar sem við munum vinna áfram að því að móta okkar nýju tíma.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan kom mér aftur á lappirnar

"Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar", heyrðist maður einn segja fyrr í vikunni, og bætti svo við: "Það er búið að taka af mér bílinn!"

Óli og strákarnir okkar á stífu ferðalagi

"Það voru bara tvær leiðir, önnur upp og hin niður. Við fórum upp en það hefst strax undirbúningur að næsta verkefni. Við „tjöldum“ kannski aðeins og njótum augnabliksins en svo pökkum við saman öllu draslinu og höldum áfram." sagði Ólafur Stefánsson handsnilli eftir sigurinn á Pólverjum í morgun.

Meira talað en framkvæmt hér á landi

Við lestur nýjustu skýrslu Byggðastofnunar verður manni enn frekar ljóst hvað íslensk stjórnvöld hafa verið stefnu- og máttlaus í byggðamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburði við alvöru aðgerðir nágrannalanda okkar erum við með allt niðrum okkur í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt sorglegt dæmi úr okkar auma veruleika eru háhraðatengingar á dreifbýlum svæðum, sem átti að vera löngu búið að framkvæma fyrir hluta af því fé sem ríkið fékk við sölu Landsímans sáluga. Fróðlegt er að skoða Fjarskiptaáætlun 2005-2010, þar sem m.a. stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Eins og flestir vita er þetta ekki enn komið til framkvæmda. Dæmi um það sem nágrannar okkar eru að gera fyrir fyrirtæki og íbúa byggðarlaga í vanda, er t.d:

  • Afnám/undanþága tryggingagjalds
  • Niðurfelling/lækkun á endurgreiðslu námslána
  • Lækkun á raforkugjaldi
  • Lækkun á tekjuskatti
  • Hækkun barnabóta (umfram aðra)
  • Launagreiðslur til leikskólakennara (viðbótargreiðsla umfram aðra)

Myndir af Strútsstíg

Í myndaalbúmi hér vinstra megin eru nú komnar nokkrar myndir frá göngu á Strútsstíg í síðustu viku. Fimmtán manna hópur, undir dyggri leiðsögn Silvíu frá Útivist, gekk í fjóra daga og fékk allan veður- og náttúrupakkann sem í boði er; allt frá bongóblíðu yfir í rok og rignginu, svartan sand, hvíta jökla og allt þar á milli.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband