Færsluflokkur: Tölvur og tækni
21.11.2008 | 07:14
Eðlilegt
Falla í pytti á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 14:15
Tækninni fleygir fram... og aftur!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 13:15
Sérstaða Útvarps Kántrýbæjar
23.7.2008 | 10:42
Meira talað en framkvæmt hér á landi
Við lestur nýjustu skýrslu Byggðastofnunar verður manni enn frekar ljóst hvað íslensk stjórnvöld hafa verið stefnu- og máttlaus í byggðamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburði við alvöru aðgerðir nágrannalanda okkar erum við með allt niðrum okkur í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt sorglegt dæmi úr okkar auma veruleika eru háhraðatengingar á dreifbýlum svæðum, sem átti að vera löngu búið að framkvæma fyrir hluta af því fé sem ríkið fékk við sölu Landsímans sáluga. Fróðlegt er að skoða Fjarskiptaáætlun 2005-2010, þar sem m.a. stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Eins og flestir vita er þetta ekki enn komið til framkvæmda. Dæmi um það sem nágrannar okkar eru að gera fyrir fyrirtæki og íbúa byggðarlaga í vanda, er t.d:
- Afnám/undanþága tryggingagjalds
- Niðurfelling/lækkun á endurgreiðslu námslána
- Lækkun á raforkugjaldi
- Lækkun á tekjuskatti
- Hækkun barnabóta (umfram aðra)
- Launagreiðslur til leikskólakennara (viðbótargreiðsla umfram aðra)
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 14:50
Sækadelískar skammstafanir í símatilboðum
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 11:57
Myndband sem fær þig til að brosa
13.11.2007 | 10:07
Villur á Wikipedia staldra stutt við
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 11:07
ISDN+ - Súper háhraðatenging a la Stulli
Ég talaði um daginn við ferðaþjónustubónda sem býr spölkorn norðan við þéttbýlisstað á Norðurlandi. Þar er gott að vera, mikil náttúrfegurð og ekkert gsm-samband til að trufla kyrrðina. Bærinn er nettengdur með svokölluðu ISDN+ sem mun vera algengt í sveitum og kemur sér vel þegar háskóli er stundaður í fjarnámi. Nemendur fá reglulega kennsluefni, þar á meðal talglærur. Þetta er pakki með ppt-glærum sem kennarinn talar inn á, svona svipað og að sitja í kennslustund. Sumir glærupakkarnir eru stuttir, tekur ekki nema 15 mínútur að hlusta á og keyra í gegn. Það tekur hinsvegar um 6-7 klukkutíma að hlaða þessum korters pakka niður með háhraðatengingunni hans Sturlu, þar sem mínútugjaldið tifar í takt við hnignandi byggðirnar....
ISDN+, hvað verður það betra?
25.3.2007 | 10:24
Eru stjórnvöld að svíkja áform um háhraðavæðingu?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2007 | 22:16
Tölvutaugarnar þandar
Ég manaði mig loks upp í dag að láta skipta út móðurborði í tölvugarminum. Þegar hún hafði verið fjarverandi í klukkutíma saknaði ég hennar og hringdi og spurði hvernig gengi. Það gekk illa, gamli tölvukassinn passaði ekki fyrir nýja móðurborðið. Auðvitað var ekkert annað í stöðunni en að skipta honum út líka og þá er nú fátt eftir af tölvunni frá 1997 nema gamla diskettudrifið, sem auðvitað fékk að fljóta með yfir í nýja kassann svona upp á lúkkið, svo er aldrei að vita nema einhver verðmæt gögn leynist enn á diskettum.
Með nýju móðurborði fylgdi öflugri örgjörvi og stærra og hraðvirkara minni og núna líður mér eins og ég hafi stigið af reiðhjóli og upp í formúlubíl, auðvitað McLaren. En það er ekki bara sólskinsbros sem fylgir svona breytingum. Nú eru búnir að fara um 4 klukkutímar af svita og tárum í að leita út um alla vél að tengiliðunum í address-book í póstforritinu, svo að finna alla gömlu inn- og útpóstana (þeir reyndust rúmlega 3000 alls), að maður tali nú ekki um nokkur hundruð ómetanlega verðmætar slóðir í bookmarks. Nú þegar þetta er komið í lag er spretturinn hafinn við að setja aftur inn vírusvörnina, sem vonandi nær að skella í lás áður en bakteríurnar fatta að allt er galopið alveg niður í kviku...............shit!!! ...það er eitthvað að byrja að blikka hérna.....................
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)